Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Toppbaráttuslagur í Manchester
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fara tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem má búast við gríðarlega mikilli skemmtun.

West Ham United er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur gengið hörmulega bæði fyrir og eftir ráðningu á Nuno Espírito Santo sem aðalþjálfara.

Hamrarnir taka á móti Newcastle United í erfiðum leik. West Ham er aðeins með fjögur stig eftir níu umferðir og þarf á sigri að halda til að nálgast öruggt sæti í deildinni.

Newcastle er átta stigum þar fyrir ofan og þarf á sigri að halda til að fara upp um eitt sæti og jafna Brighton og Aston Villa á stigum um miðja deild.

Stórleikur dagsins fer svo fram í Manchester þar sem lærisveinar Pep Guardiola í liði Manchester City taka á móti spútnik liði Bournemouth. Þar mætast tveir markahæstu menn deildarinnar, Erling Haaland og Antoine Semenyo.

Bournemouth hefur verið að gera magnaða hluti á tímabilinu þrátt fyrir sölur á lykilmönnum í sumarglugganum. Liðið situr í öðru sæti sem stendur, tveimur stigum fyrir ofan City.

Bournemouth er jafnt Englandsmeisturum Liverpool á stigum og með leik til góða. Tapi lærlingar Andoni Iraola í dag falla þeir niður í fjórða sæti.

Premier League
14:00 West Ham - Newcastle
16:30 Man City - Bournemouth
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
5 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
6 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
7 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
8 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner