Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Heimþrá ástæðan fyrir starfslokunum hjá KR - „Ótrúlegt að spila fyrir félagið"
'Í hreinskilni trúi ég því að þegar á næsta ári verði KR að berjast aftur á toppnum í íslenskum fótbolta'
'Í hreinskilni trúi ég því að þegar á næsta ári verði KR að berjast aftur á toppnum í íslenskum fótbolta'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Eftir að við unnum ÍBV heima þá var ég í engum vafa um við myndum vinna síðasta leikinn'
'Eftir að við unnum ÍBV heima þá var ég í engum vafa um við myndum vinna síðasta leikinn'
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Matthias Præst er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp fimm í Bestu deildinni fyrir KR, þar af kom ein stoðsending í úrslitaleiknum gegn Vestra.
Matthias Præst er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp fimm í Bestu deildinni fyrir KR, þar af kom ein stoðsending í úrslitaleiknum gegn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthias Præst og KR komust að samkomulagi í síðustu viku um að hann gæti yfirgefið félagið en hann átti tvö ár eftir af samningi sínum við KR. Danski miðjumaðurinn er fluttur aftur heim til Danmerkur eftir tvö ár á Íslandi.

Hann kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2024 og samdi þá við Fylki og síðasta sumar samdi hann svo við KR um að ganga í raðir félagsins eftir að tímabilinu lyki. Fótbolti.net ræddi við Matthias um ákvörðunina að fara frá KR.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun — sérstaklega því þetta félag er svo sérstakt og fólkið í og í kringum félagið er magnað. Ákvörðunin hafði ekkert með fótbolta að gera eða félagið sjálft. Í hreinskilni trúi ég því að þegar á næsta ári verði KR að berjast aftur á toppnum í íslenskum fótbolta."

„Tímabilið hefur verið svolítið erfitt fyrir mig andlega, og á sama tíma hef ég saknað Danmerkur meir og meir, og það er ástæðan fyrir því að ég er farinn,"
segir Matthias.

Hvernig var tímabilið 2025 og hvernig var að spila fyrir KR?

„Eins og allir aðrir hjá félaginu, hafði ég vonast eftir því að við yrðum að berjast á toppi töflunnar. Svo auðvitað var svolítið svekkjandi að við enduðum neðar en búist var við. En ég held í alvöru að það séu mjög mörg jákvæð teikn á lofti varðandi hvernig liðið spilar, og það þurfi ekki svo mikið að gerast áður en KR verður aftur við toppin."

„Það er ótrúlegt að spila fyrir félagið — þú virkilega finnur fyrir stuðningi stuðningsmanna. Jafnvel með úrslitin eins og þau voru á þessu tímabili, þá fjölmentu þeir á alla leiki."

„Persónulega geri ég alltaf mikiar væntingar til sjálfs míns, og ég er langt frá því að vera ánægður með mína frammistöðu á þessu ári."


Varðst þú var við gagnrýnina sem liðið fékk?

„Auðvitað veit ég að fólk hefur miklar væntingar til félags eins og KR. En persónulega þá skil ég ekki íslensku og hef reynt að lesa ekki fjölmiðla, svo sú gagnrýni hafði í raun ekki áhrif á mig."

KR hélt sér í Bestu deildinni með þvi að vinna síðustu tvo leiki sína. Liðið vann ÍBV á heimavelli og svo 1-5 útisigur á Vestra í lokaumferðinni.

Komandi inn í lokaleikinn, efaðist þú einhvern tímann um að þið mynduð vinna?

„Nei, eftir að við unnum ÍBV heima þá var ég í engum vafa um við myndum vinna síðasta leikinn. Óskar gerði líka mjög vel í því að taka pressuna af okkur leikmönnunum og við gátum farið og spilað frjálsir."

Tvö ár á Íslandi, hvernig var sá tími?

„Það hafa klárlega verið hæðir og lægðir, en ég hef hitt stórkostlegt fólk og eignast góða vini á Íslandi," segir Matthias.
Athugasemdir
banner