Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfur Íslendingur að gera frábæra hluti í Svíþjóð - Kristian sjóðandi heitur
Kristian Nökkvi Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Mynd: EPA
Eyþór Björgólfsson
Eyþór Björgólfsson
Mynd: Heimasíða Seattle Sounders
Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Mynd: Lyngby
Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu en hann var á skotskónum í Íslendingaslag í hollensku deildinni í dag.

Hann skoraði mark Twente í 1-1 jafntefli gegn Groningen. Hann spilaði 75 mínútur en Brynjólfur Willumsson kom inn á hjá Groningen stuttu áður en þá voru úrslitin ráðin.

Kristian skoraði fyrir Ísland gegn Frökkum í síðasta mánuði og síðan í gegn Ajax fyrir viku síðan. Hann átti góðan leik í 4-1 sigri gegn Raalte í hollenska bikarnum í vikunni.

Groningen er í 5. sæti með 19 stig eftir 11 umferðir en Twente er í 8. sæti með 15 stig.

Hinn norsk íslenski Eyþór Björgólfsson hefur verið að gera frábæra hluti með Umea í næst efstu deild í Svíþjóð að undanförnu. Hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Sandviken í dag. Eyþór hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum.

Umea er á botninum og er fallið úr deildinni en samningur Eyþórs er að renna út eftir tímabilið.

Júlíus Magnússon var í byrjunarliðinu og Ari Sigurpálsson kom inn á þegar Elfsborg tapaði 3-0 gegn AIK í efstu deild í Svíþjóð. Elfsborg er í 8. sæti með 40 stig, það er ein umferð eftir og ljóst að liðið endar í 8. sæti.

Gísli Gottskálk Þórðarson var ónotaður varamaður í 2-2 jafntefli Lech Poznan gegn Motor Lublin í pólsku deildinni. Lech Poznan er í 5. sæti með 21 stig eftir 13 umferðir.

Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Lyngby í 3-0 sigri gegn Hobro í B-deildinni í Danmörku. Lyngby er í 2. sæti með 26 stig eftir 15 umferðir. Bjarki Steinn Bjarkason spilaði klukkutíma þegar Venezia tapaði 2-1 gegn Catanzaro í B-deildinni á Ítalíu. Venezia er í 6. sæti með 16 stig eftiir 11 umferðir.

Andri Fannar Baldursson var tekinn af velli undir lok leiksins í 3-2 tapi Kasimpasa gegn Kayserispor í tyrknesku deildinni. Kasimpasa er í 13. sæti með 10 stig eftir 11 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner