Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greinir frá því að Gary O'Neil og Rob Edwards séu meðal efstu manna á óskalista Wolves sem er í leit að nýjum þjálfara.
Úlfarnir ráku Vitor Pereira eftir slæmt tap gegn Wolves um helgina en hann hafði verið í starfinu í tæpt ár. Úlfarnir eru í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2 stig eftir 10 umferðir.
Hluti stjórnenda hjá Wolves hallast að því að ráða O'Neil aftur í þjálfarastöðuna en hann er enn án félags eftir að hafa verið rekinn frá Úlfunum í desember í fyrra.
O'Neil þjálfaði Úlfana í eitt og hálft ár. Hann náði 14. sæti úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili og kom liðinu í 8-liða úrslit FA bikarsins, en var rekinn eftir hörmulegan fyrri hluta á síðustu leiktíð.
Aðrir vilja sjá Edwards vera ráðinn í starfið en það gæti reynst erfitt að stela honum úr röðum Middlesbrough. Hann hefur byrjað gríðarlega vel hjá nýju félagi og er Boro í öðru sæti Championship deildarinnar, með 25 stig eftir 13 umferðir.
Edwards á sér einnig sögu með Úlfunum þar sem hann lék yfir 100 leiki fyrir félagið á ferli sínum sem atvinnumaður og hefur áður verið partur af þjálfarateymi aðalliðsins.
Athugasemdir

