Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mán 03. nóvember 2025 14:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúðvík stýrir U21 gegn Lúxemborg
Lúðvík Gunnarsson með sólglegraugun.
Lúðvík Gunnarsson með sólglegraugun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Gunnarsson mun stýra U21 landsliðinu gegn Lúxemborg en liðin mætast í undankeppni EM eftir tíu daga.

U21 árs þjálfarastarfið er laust eftir að Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn til Breiðabliks í síðasta mánuði.

Lúðvík var aðstoðarmaður Ólafs með U21 landsliðið. Lúðvík til aðstoðar verður Ólafur Helgi Kristjánsson sem er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Hópurinn fyrir leikinn verður tilkynntur á miðvikudag.

KSÍ tekur fram að leit stendur áfram að þjálfara fyrir U21 landsliðið til frambúðar og mun sambandið tilkynna um leið og þau mál skýrast.

U21 landsliðið á leik gegn Lúxemborg ytra eins og fyrr segir en næstu leikir liðsins verða svo ekki spilaðir fyrr en í mars.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 14 - 2 +12 10
2.    Færeyjar 6 3 0 3 6 - 12 -6 9
3.    Sviss 5 2 2 1 7 - 4 +3 8
4.    Ísland 5 2 2 1 7 - 5 +2 8
5.    Lúxemborg 5 1 1 3 6 - 9 -3 4
6.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
Athugasemdir
banner
banner