U19 lið FC Kaupmannahafnar gerði góða ferð til Englands og vann 3-2 útisigur gegn Tottenham í Evrópukeppni unglingaliða.
Gunnar Orri Olsen var í byrjunarliðinu og lék 88 mínútur. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu. FCK komst í 2-0 og svo 3-1 áður en Tottenham minnkaði muninn.
Gunnar er 17 ára unglingalandsliðsmaður og er með tvö mörk í fjórum leikjum í Evrópukeppni unglingaliða. Hann skrifaði nýlega undir langtímasamning við danska félagið.
Félagi hans Viktor Bjarki Daðason verður í eldlínunni með aðalliði FCK sem mætir Tottenham í kvöld. Viktor skoraði nýlega gegn Dortmund í keppninni, eins og frægt er.
Gunnar Orri Olsen var í byrjunarliðinu og lék 88 mínútur. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu. FCK komst í 2-0 og svo 3-1 áður en Tottenham minnkaði muninn.
Gunnar er 17 ára unglingalandsliðsmaður og er með tvö mörk í fjórum leikjum í Evrópukeppni unglingaliða. Hann skrifaði nýlega undir langtímasamning við danska félagið.
Félagi hans Viktor Bjarki Daðason verður í eldlínunni með aðalliði FCK sem mætir Tottenham í kvöld. Viktor skoraði nýlega gegn Dortmund í keppninni, eins og frægt er.
Gunnar Olsen, Dominik Sarapata og Jonathan Moalem scorede målene, da de unge løver på fornem vis besejrede Tottenham i London. Se alle højdepunkterne her ???????? #fcklive https://t.co/fYwouQJm88
— F.C. København (@FCKobenhavn) November 4, 2025
Athugasemdir




