Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   sun 02. nóvember 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Best væri að rifta við Halmstad og semja við stórhuga ÍA
'Sameiginleg niðurstaða að best væri að rifta samningnum'
'Sameiginleg niðurstaða að best væri að rifta samningnum'
Mynd: Halmstad
Alexander Högnason er tengdapabbi Gísla.
Alexander Högnason er tengdapabbi Gísla.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
'Líst mjög vel á hann og þær hugmyndir sem hann vill innleiða í klúbbinn'
'Líst mjög vel á hann og þær hugmyndir sem hann vill innleiða í klúbbinn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson var á föstudag kynntur sem nýr leikmaður ÍA en hann gerir þriggja ára samning við Skagamenn. Gísli er 31 árs miðjumaður sem var einn besti leikmaður Breiðabliks þegar hann fór til Halmstad fyrir tímabilið 2024. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Halmstad en snýr til Íslands að tveimur tímabilum loknum.

Fótbolti.net ræddi við Gísla um ákvörðunina.

„Þetta eru búin að vera tvö góð ár hérna í Halmstad þar sem við fjölskyldan höfum fengið tækifæri á því að njóta saman á frábærum stað. Síðan hafa hlutirnir ekki gengið alveg eins vel og ég hefði viljað þannig eftir gott spjall við HBK var sameiginleg niðurstaða að best væri að rifta samningnum," segir Gísli sem segir að riftunarferlið hafi gengið mjög vel og er hann þakklátur félaginu fyrir það.

Hann var spurður nánar út í tímann í Halmstad.

„Þetta hafa verið lærdómsrík ár fyrir mig og áhugavert að prófa spila fótbolta á þann hátt sem HBK vill spila. Það hafa verið tvö beinbrot og þjálfaraskiptingar og bæði árin vorum við að berjast fyrir lífi okkar í deildinni."

„HBK er virkilega varnarsinnað lið og við erum ekki mikið með boltann og þannig taktík hentar mér illa. Ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægður með hlutverkið mitt því ég náði mér aldrei almennilega í gang. Fyrsta árið spilaði ég á hægri kant og svo seinna árið hef ég spilað djúpan á miðjunni."

„Það sem stendur upp úr eru leikirnir við stóru liðin. Stuðningsmennirnir láta vel í sér heyra og það getur verið sturluð stemning á þesum leikjum. Heilt yfir var þetta frábær tími og gaman að hafa prófað þetta."
segir Gísli.

En af hverju ÍA?

„ÍA hafði samband við mig og hafði reyndar sýnt mér áhuga í langan tíma. Anna, konan mín er auðvitað frá Skaganum eins og hefur komið fram, þannig ég þekki vel til þarna. Eftir að hafa fundað með ÍA þá seldu þeir mér algjörlega hugmyndina um að koma til þeirra."

„Það er mikill uppgangur í félaginu og þeir eru stórhuga næstu ár og mig langar að taka þátt í þeirri vegferð. Umhverfið og aðstæður hjá ÍA eru til fyrirmyndar og það er allt til alls þarna. Átti líka gott spjall við Lárus Orra og líst mjög vel á hann og þær hugmyndir sem hann vill innleiða í klúbbinn."


Hvað vill Gísli afreka með ÍA?

„ÍA er sögufrægur klúbbur með mikla sigurhefð. Þeir voru ekki langt frá því að ná Evrópusæti í fyrra þannig hópurinn er virkilega góður. Sem leikmaður ÍA vil ég hjálpa liðinu að ná enn lengra og er ótrúlega spenntur fyrir þessari áskorun," segir Gísli.
Athugasemdir
banner