Thomas Frank þjálfari Tottenham virtist ekki vera sáttur með varnarmennina Djed Spence og Micky van de Ven þegar þeir hunsuðu hann á leið sinni af vellinum eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Van de Ven bar fyrirliðaband Tottenham en gerðist sekur um slæm mistök í eina marki leiksins sem Joao Pedro skoraði. Fyrirliðinn tapaði boltanum við eigin vítateigslínu eftir hápressu frá Moisés Caicedo og slaka sendingu frá Xavi Simons.
Spence gerðist einnig sekur um slæm mistök í aðdraganda marksins, en varnarmennirnir voru pirraðir að leikslokum og strunsuðu beint af velli án þess að klappa fyrir stuðningsmönnum.
Frank reyndi að stöðva þá en þeir hunsuðu þjálfarann sem horfði reiðilega á eftir þeim, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.
Stuðningsmenn Tottenham voru líflegir í byrjun leiks en þegar þeir sáu í hvað stefndi urðu þeir hljóðlátari. Þeir bauluðu á leikmenn sína þegar gengið var til búningsklefa í leikhlé og bauluðu svo enn hærra að leikslokum.
„Micky og Djed eru að gera sitt besta fyrir liðið. Þeir hafa verið svo góðir á tímabilinu og eru pirraðir eins og allir aðrir. Ég held ekki að þetta sé neitt vandamál," sagði Frank þegar hann var spurður út í atvikið að leikslokum.
„Strákarnir vildu vinna þennan leik en við vorum langt frá okkar besta."
Tottenham var með 0,05xG tölfræði í leiknum sem er met fyrir liðið síðan mælingar hófust í ensku úrvalsdeildinni fyrir meira en áratugi síðan. XG tölfræðin segir til um hversu mörg mörk liðið ætti að skora miðað við gæði færanna sem það fékk í leiknum.
„Ég hef aldrei áður þjálfað lið sem er með svona lágt xG í einum leik. Við verðum að gera betur."
01.11.2025 23:15
Frank vonsvikinn: Sé ekkert jákvætt við frammistöðuna
Spence and van de Ven blank Thomas Frank at the final whistle: Tottenham 0-1 Chelsea.
— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) November 1, 2025
Boos from the crowd.#COYS #THFC pic.twitter.com/MMB4f9Ywbq
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Bournemouth | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 5 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 6 | Sunderland | 9 | 5 | 2 | 2 | 11 | 7 | +4 | 17 |
| 7 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 8 | Man City | 9 | 5 | 1 | 3 | 17 | 7 | +10 | 16 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 8 | +1 | 12 |
| 14 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 15 | Everton | 9 | 3 | 2 | 4 | 9 | 12 | -3 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 19 | West Ham | 9 | 1 | 1 | 7 | 7 | 20 | -13 | 4 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |
Athugasemdir



