Cristiano Ronaldo segir að Manchester United sé illa skipulagt og Rúben Amorim geti ekki framkvæmt kraftaverk hjá félaginu. Hann segir að það geri sig dapran að sjá stöðuna á United og að félagið sé ekki á góðum stað.
„Amorim er að gera sitt besta en hvað á hann að gera? Framkvæma kraftaverk? United er með góða leikmenn en sumir af þeim passa ekki inn," segir Ronaldo.
„Amorim er að gera sitt besta en hvað á hann að gera? Framkvæma kraftaverk? United er með góða leikmenn en sumir af þeim passa ekki inn," segir Ronaldo.
„Ég verð dapur að horfa á þetta. Þetta er eitt mikilvægasta félag heims og á sér enn stað í hjarta mínu. Manchester United vantar allt skipulag í dag. Ég vona að það breytist í framtíðinni."
Ronaldo hefur gagnrýnt Manchester United opinberlega í nokkurn tíma og var nú í viðtali hjá vini sínum, hinum umdeilda Piers Morgan.
„Ég var svo lengi hjá félaginu, vann Meistaradeildina og gullboltann. Ég vann fullt af titlum þar. Manchester United er enn í hjarta mínu. Ég elska félagið en við þurfum að vera hreinskilin. Félagið er ekki á góðum stað og það þarf að breyta hlutum, það snýr ekki bara að stjóranum og leikmönnunum," segir Ronaldo.
'They don't have a structure... but they're still in my heart. I love that club.'
— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 4, 2025
Cristiano Ronaldo says Manchester United “need to change” and gives his thoughts on manager Ruben Amorim.
Part 1 now live! ????
???? https://t.co/tL9iaAjKDq@piersmorgan | @cristiano pic.twitter.com/vWBDj5pIsd
Athugasemdir


