Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grindavík/Njarðvík að næla í íslenska landsliðskonu
Kvenaboltinn
Natasha í baráttunni við Diljá Ýr Zomers á landsliðsæfingu
Natasha í baráttunni við Diljá Ýr Zomers á landsliðsæfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Anasi er á leið til Grindavíkur/Njarðvíkur frá Val samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Natasha er 34 ára gömul og spilar sem varnarmaður en hún gekk til liðs við Val frá Brann í Noregi í fyrra.

Natasha fór með íslenska landsliðinu á EM í sumar en sleit krossband stuttu eftir mótið. Hún kom því aðeins við sögu í 13 leikjum í öllum keppnum í sumar.

Grindavík/Njarðvík spilar í Bestu deildinni næsta sumar en liðið hafnaði í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar á eftir ÍBV.
Athugasemdir
banner