Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 09:35
Kári Snorrason
Maggi verður áfram með Aftureldingu
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson verður áfram þjálfari Aftureldingar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Elvar Geir Magnússon greindi frá tíðindunum í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn, þar sem hann sagði að Magnús væri að ganga frá sínum málum við Aftureldingu.

Magnús hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en samningur hans var að renna út eftir tímabil og hefur þjálfarinn nýtt síðustu daga til að líta í kringum sig.


Hann fundaði bæði með HK og kvennaliði Breiðabliks í síðustu viku, en hefur nú ákveðið að halda áfram í Mosfellsbæ.

Afturelding féll niður í Lengjudeild eftir nýafstaðið tímabil en liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.


Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Athugasemdir
banner
banner