Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   sun 06. október 2024 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Versti tapleikur sem ég hef upplifað hjá félaginu
Mynd: EPA
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham svaraði spurningum eftir 3-2 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham leiddi með tveimur mörkum í leikhlé en heimamenn í liði Brighton skiptu um gír fyrir seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk á tuttugu mínútum til að snúa stöðunni sér í vil.

„Þetta er ótrúlega svekkjandi, mér líður ömurlega eftir þetta tap. Þetta er mögulega versti tapleikur sem ég hef upplifað síðan ég tók við starfinu," sagði Postecoglou. „Seinni hálfleikurinn er óásættanlegur, við vorum ekki nálægt því að vera nógu góðir. Kannski urðu strákarnir kærulausir eftir fyrri hálfleikinn.

„Eftir að við lentum undir þá vantaði baráttu. Þetta er í fyrsta sinn síðan ég tók við sem mér finnst eins og það hafi vantað baráttu. Vanalega þá berjumst við um alla bolta en við gerðum það ekki í þessum seinni hálfleik og þess vegna töpuðum við. Þetta er mjög slæmt tap fyrir okkur, eins slæmt og þau gerast. Núna er það á minni ábyrgð að laga þetta.

„Við töpuðum öllum einvígunum. Þetta er eitthvað hugarfarstengt, þetta var ekki taktískt vandamál.

„Núna fara flestir leikmenn hópsins í landsleikjahlé og munu glíma við þetta upp á eigin spýtur. Þegar þeir koma til baka þá munum við ræða þennan seinni hálfleik."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner