Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Russell Martin rekinn (Staðfest)
Mynd: EPA
Rangers er búið að reka Russell Martin úr þjálfarastöðu félagsins eftir hörmulega byrjun á nýju tímabili. Martin var ráðinn 5. júní og entist því nákvæmlega fjóra mánuði í starfi.

Skoska stórveldið hefur farið ótrúlega illa af stað á nýju tímabili og var 1-1 jafntefli gegn Falkirk um helgina dropinn sem fyllti mælinn.

Stuðningsmenn Rangers eru brjálaðir út í Martin fyrir lélega frammistöðu liðsins og stjórnina fyrir að hafa ráðið hann í starfið. Hópur þeirra var svo reiður eftir jafnteflið á útivelli gegn Falkirk að menn ákváðu að bíða eftir Martin hjá bílnum hans sem var lagður á bílaplaninu.

Martin þurfti því mikla lögreglufylgd á leið sinni af leikvanginum til að forðast að átök brytust út.

Rangers hefur aðeins sigrað einn leik á upphafi deildartímabilsins og situr afar óvænt í neðri hluta skosku deildarinnar með 8 stig eftir 7 umferðir. Þar að auki er liðið búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópudeildinni gegn Genk frá Belgíu og Sturm Graz frá Austurríki.

Russell Martin required a police escort from Falkirk’s stadium as Rangers fans gathered around his car
byu/Woodstovia insoccer

Athugasemdir
banner