Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. september 2018 15:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höfum beðið eftir sigri gegn Sviss frá 1979
Icelandair
Náum við loksins í sigur gegn Sviss?
Náum við loksins í sigur gegn Sviss?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni hefst klukkan 16:00. Leikurin fer fram í St. Gallen í Sviss en þetta er fyrsti leikur beggja liða í þessari nýju keppni, Þjóðadeildinni.

Ísland og Sviss hafa í gegnum tíðina mæst sex sinnum í A-landsleik karla, þetta er sjöunda viðureignin.

Ísland hefur ekki riðið feitum hesti gegn Sviss í gegnum tíðina og er tölfræðin ekki með okkur í liði.

Við mættum Sviss fyrst í A-landsleik karla árið 1979 og þá töpuðum við 2-0. Nokkrum vikum síðar það sama ár mættum við þeim aftur og töpuðum í þetta skiptið 2-1. Svo töpuðum við 1-0 árið 1994 og 2-0 árið síðar.

Ísland var svo með Sviss í undankeppni HM 2014. Við töpuðum leiknum á Laugardalsvelli 2-0 en leikurinn út í Sviss, sem fram fór í Bern endaði 4-4. Ótrúlegt jafntefli þar sem Jóhann Berg Guðmundsson gerði magnaða þrennu.

Náum við að breyta þessari tölfræði í dag með fyrsta sigrinum? Vonandi. Það kemur í ljós eftir um tvo og hálfan tíma.

Smelltu hér til að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu.

Sjá einnig:
333 dagar síðan Ísland vann leik
Athugasemdir
banner
banner