Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. september 2018 14:02
Elvar Geir Magnússon
333 dagar síðan Ísland vann leik
Icelandair
Síðasti sigur kom gegn Kosóvó.
Síðasti sigur kom gegn Kosóvó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 333 dagar síðan íslenska landsliðið vann fótboltaleik.

Þá eru leikirnir gegn Indónesíu í janúar reyndar ekki teknir með enda ekki á alþjóðlegum leikdögum og hægt að tala um nokkurs konar B-landsleiki.

Síðasti sigurleikur Íslands var 2-0 sigurinn gegn Kosóvó í október í fyrra þegar liðið tryggði sæti sitt á HM. Síðan hefur liðið leikið sjö leiki án þess að ná að fagna sigri.

Vonandi breytist það á morgun þegar Ísland leikur gegn Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

Leikir síðan síðast kom íslenskur sigur:

Vináttulandsleikir
Ísland - Gana 2-2
Ísland - Noregur 2-3
Perú - Ísland 3-1
Mexíkó - Ísland 3-0

HM:
Ísland - Argentína 1-1
Ísland - Nígería 0-2
Ísland - Króatía 1-2
Athugasemdir
banner
banner
banner