Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. ágúst 2018 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joe Bryan til Fulham (Staðfest)
Vinstri bakvörður, 24 ára, sem kemur frá Bristol City.
Vinstri bakvörður, 24 ára, sem kemur frá Bristol City.
Mynd: Fulham
Fulham var að ganga frá kaupum á bakverðinum Joe Bryan frá Bristol City í Championship-deildinni.

Bryan skrifar undir fjögurra ára samning við Fulham og kostar hann í kringum 6 milljónir punda.

Bryan, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Bristol City og hefur leikið með aðalliðinu þar frá 2011 en hefur verið í lykilhlutverki síðustu tvö tímabil.

Mörg félög sýndu honum áhuga og var á tímabili talið að hann væri á leið til Aston Villa. Fulham náði hins vegar að kaupa hann.

Bristol City fær Jay DaSilva á láni frá Chelsea og kemur hann til með að fylla skarð Bryan.

Fulham er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, en félagið hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Áðan var lánssamningur við markvörðinn Sergio Rico staðfestur og þá er miðjumaðurinn Andre-Frank Zambo Anguissa að koma frá Marseille á 30 milljónir punda.

Félagaskiptaglugginn lokaði á Englandi klukkan 16:00 en félög geta fengið frest til 18:00 ef þau skila inn pappírum á réttum tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner