Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í forkeppni Evrópuþjóða fyrir HM á næsta ári þar sem norska landsliðið heldur áfram að gera magnaða hluti.
Norðmenn virðast feykilega líklegir til að hirða toppsæti I-riðils undankeppninnar eftir sannfærandi sigra gegn Ítalíu og Ísrael.
Þeir tóku á móti Ísrael í dag, eftir að hafa sigrað fyrri leikinn ytra, og gjörsamlega rúlluðu yfir andstæðingana sína. Erling Haaland var allt í öllu eins og vanalega.
Haaland byrjaði leikinn á vítaspyrnuklúðri á 6. mínútu en skoraði svo þrennu í 5-0 sigri. Hin tvö mörkin eru skráð sem sjálfsmörk á Ísrael. Í fyrra sjálfsmarkinu var Antonio Nusa í skallaeinvígi við varnarmann sem virðist hafa skallað boltann í eigið net, en í seinna markinu hreinsaði markvörður Ísrael í sinn eigin varnarmann undir pressu frá Haaland svo boltinn endaði í netinu.
Leikurinn fór fram í Osló, höfuðborg Noregs, og fóru fram fjöldamótmæli gegn Ísrael í dag þar sem lögregla beitti táragasi. Norska fólkið vill ekki að Ísrael fái þátttökurétt í viðurkenndum alþjóðlegum mótum útaf stríðsástandinu í Palestínu.
Norðmenn eru með fullt hús stiga eftir 6 umferðir af undankeppninni og markatöluna 29-3. Haaland er langmarkahæstur í undankeppni Evrópuþjóða með 12 mörk, eða tvö mörk á leik að meðaltali. Memphis Depay deilir öðru sætinu með Marko Arnautovic og Andrej Kramaric, sem eru búnir að skora 6 mörk hver.
Ungverjaland vann þá 2-0 gegn Armeníu og voru Liverpool-mennirnir Milos Kerkez og Dominik Szoboszlai báðir í byrjunarliðinu. Þetta var gríðarlega dýrmætur sigur fyrir Ungverja í baráttunni um 2. sætið.
Fyrr í dag gerði Lettland einnig 2-2 jafntefli við Andorra á heimavelli.
Norway 5 - 0 Israel
0-0 Erling Haaland ('6 , Misnotað víti)
1-0 Anan Khalaili ('18 , sjálfsmark)
2-0 Erling Haaland ('27 )
3-0 Idan Nachmias ('28 , sjálfsmark)
4-0 Erling Haaland ('63 )
5-0 Erling Haaland ('72 )
Hungary 2 - 0 Armenia
1-0 Daniel Lukacs ('56 )
2-0 Zsombor Gruber ('90 )
Latvia 2 - 2 Andorra
0-1 Moises San Nicolas ('33 )
1-1 Dmitrijs Zelenkovs ('41 )
2-1 Vladislavs Gutkovskis ('55 , víti)
2-2 Ian Olivera ('78 )
Rautt spjald: Joel Guillen, Andorra ('90)
Norway Display against Israel: “Let Children Live”.
byu/debug_my_life_pls insoccer
Athugasemdir