Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Stórleikur gegn Frökkum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fara átta leikir fram í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld þar sem Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu mæta ógnarsterku liði Frakklands.

Frakkar eru án nokkurra lykilmanna en breiddin í landsliðinu þeirra er gífurleg þar sem hungraðir hágæðaleikmenn eru tilbúnir til að fylla í skörðin. Heimsklassaleikmennirnir Kylian Mbappé og Ousmane Dembélé verða ekki með.

Úkraína spilar á sama tíma heimaleik við Aserbaídsjan og krossleggjum við fingur um að Aserarnir geri okkur annan greiða í baráttunni um annað sætið, eftir að þeir náðu jafntefli við Úkraínu í fyrri leik þjóðanna.

Það eru fleiri spennandi slagir sem fara fram í kvöld þar sem Norður-Írland og Þýskaland mætast í toppslag alveg eins og Wales og Belgía.

Svíþjóð þarf á sigri að halda gegn Kósovó eftir hörmulega byrjun á undankeppninni á meðan Sviss getur svo gott sem tryggt sér sæti á HM með sigri í Slóveníu.

Leikir kvöldsins
18:45 Slóvakía - Lúxemborg
18:45 Slóvenía - Sviss
18:45 Svíþjóð - Kósovó
18:45 Úkraína - Aserbaídsjan
18:45 N-Makedónía - Kasakstan
18:45 Wales - Belgía
18:45 N-Írland - Þýskaland
18:45 Ísland - Frakkland
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 3 3 0 0 7 - 1 +6 9
2.    Úkraína 3 1 1 1 6 - 6 0 4
3.    Ísland 3 1 0 2 9 - 7 +2 3
4.    Aserbaísjan 3 0 1 2 1 - 9 -8 1
Athugasemdir
banner