Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ensku stuðningsmennirnir gerðu grín að Tuchel
Mynd: EPA
Mynd: EPA
England rúllaði yfir Lettland er þjóðirnar mættust í undankeppni HM fyrr í kvöld og urðu lærisveinar Thomas Tuchel þar með fyrstir allra í Evrópu til að tryggja sér þátttökurétt á HM.

Nokkuð stór hópur stuðningsmanna flaug til Lettlands til að horfa á landsliðið spila og gerðu þeir mikið grín að Tuchel með söngvum sínum.

Þeir voru að svara gagnrýni frá Tuchel eftir 3-0 sigur Englands í æfingaleik gegn Wales fyrir helgi. Tuchel gagnrýndi áhorfendur eftir leikinn fyrir að hafa verið alltof hljóðlátir.

   10.10.2025 08:00
Tuchel óánægður með áhorfendur


„Thomas Tuchel við syngjum það sem við viljum," byrjuðu ensku stuðningsmennirnir að syngja strax eftir upphafsflautið og héldu svo áfram. „Thomas Tuchel erum við nógu hávær fyrir þig?".

Það var svo „Tuchel, Tuchel, gefðu okkur lag," sem vakti viðbrögð frá þjálfaranum, sem rétti upp hendi í viðurkenningarskyni.

Stuðningsmenn héldu áfram að syngja þessa og aðra söngva í Lettlandi en þegar það varð hljóðlátt á pöllunum tóku þeir að syngja: „Er þetta Wembley í dulargervi?"

Eftir leikslok klappaði Tuchel fyrir stuðningsmönnunum sem ferðuðust alla leið til Lettlands. Þó að söngvarnir hafi verið á léttu nótunum þá eru stuðningsmenn augljóslega ekki sérlega hressir með að þjálfarinn hafi sagt þeim til syndanna.
Athugasemdir
banner