Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 14. nóvember 2022 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo hlýtur að vera búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Miklar líkur eru á því að Cristiano Ronaldo sé búinn að spila sinn síðasta leik með Manchester United.

Ronaldo fór í viðtal við umdeilda fjölmiðlamanninn Piers Morgan sem verður birt síðar í vikunni. Nú þegar hafa nokkrir bútar birst úr viðtalinu.

Bútarnir úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur Man Utd á Fulham. Í staðinn fyrir að athyglin beinist að hinu 18 ára gamla Alejandro Garnacho, sem gerði sigurmarkið í leiknum, þá beinnist hún að þessu viðtali við Ronaldo.

Í viðtalinu talar hann illa um Man Utd, stjórann Erik ten Hag og goðsögnina Wayne Rooney.

„Sama hversu góður fótboltamaður Ronaldo hefur einhvern tímann verið þá breytir það því ekki að hann er algjör fáviti. Segir bara allt um hvaða maður hann er að hann púkki upp á Piers Morgan og The Sun. United gerði stór mistök í að fá hann aftur til liðsins," segir Halldór Marteinsson, stuðningsmaður Man Utd, á Twitter.

Það eru miklar vangaveltur um það á samfélagsmiðlum hvort að Ronaldo sé búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Framundan er HM-pása og svo fer enski boltinn aftur af stað í lok desember. Gera má ráð fyrir því að Ronaldo muni yfirgefa félagið í janúar, eða þá að samningi hans verði bara rift. Hann hlýtur að vera búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner