Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Spennandi sóknarmenn í kanadíska hópnum
Alphonso Davies er í hópnum
Alphonso Davies er í hópnum
Mynd: Getty Images
John Herdman, þjálfari karlalandsliðs Kanada, tilkynnti í gær 26-manna leikmannahóp sinn fyrir HM í Katar en það verður sérstaklega spennandi að fylgjast með sóknarmönnum liðsins á mótinu.

Alphonso Davies, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, er í hópnum en ekki var ljóst hvort hann yrði klár í tæka tíð fyrir mótið og var óttast að besti leikmaður myndi ekki fara til Katar.

Það eru því góðar fréttir fyrir Kanadamenn að hann sé á listanum en þá er Jonathan David, framherji Lille, einnig þar.

Tajon Buchanan og Cyle Larin, leikmenn Club Brugge, eru einnig í hópnum en þeir hafa verið frábærir með belgíska liðinu og áttu stóran þátt í að koma því í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og gæti því verið gaman að fylgjast með sóknarleik liðsins á mótinu.

Markverðir: Milan Borjan (Red Star Belgrade/Serbia), James Pantemis (CF Montreal), Dayne St. Clair (Minnesota United)

Varnarmenn: Sam Adekugbe (Hatayspor/Turkey), Derek Cornelius (Vancouver Whitecaps - Panetolikos/Greece), Alistair Johnston (CF Montreal), Richie Laryea (Nottingham Forrest/England), Kamal Miller (CF Montreal), Steven Vitoria (Chaves/Portugal), Joel Waterman (CF Montreal)

Miðjumenn: Stephen Eustaquio (FC Porto/Portugal), Liam Fraser (Deinze/Belgium), Atiba Hutchinson (Besiktas/Turkey), Mark-Anthony Kaye (Toronto FC), Ismael Kone (CF Montreal), Jonathan Osorio (Toronto FC), Samuel Piette (CF Montreal), David Wotherspoon (St. Johnstone/Scotland)

Sóknarmenn: Tajon Buchanan (Club Brugge/Belgium), Lucas Cavallini (Vancouver Whitecaps), Jonathan David (Lille/France), Alphonso Davies (Bayern Munich/Germany), Junior Hoillett (Reading/England), Cyle Larin (Club Brugge/Belgium), Liam Miller (FC Basel/ Switzerland), Ike Ugbo (Troyes/France)
Athugasemdir
banner
banner