Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Ingi fer ekki til Kasakstan - Forsendurnar öðruvísi en búist var við
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjallað var um það í vikunni að Breiðablik hefði fengið tilboð frá FC Tobol í Kasakstan í Kristófer Inga Kristinsson. Fótbolti.net fjallaði um málið í gær.

Fótbolti.net hefur eftir heimildarmanni sínum að tilboðið hafi verið spennandi en forsendurnar voru öðruvísi en búist var við. Þess vegna náðist ekki samkomulag milli félaganna og Kristófer Ingi er því ekki á förum til Tobol.

Kristófer er 24 ára gamall sóknarmaður sem gekk í raðir Breiðabliks í sumarglugganum í fyrra. Hann kom við sögu í sex leikjum með Breiðabliki í Bestu deildinni í fyrra, í einum leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar og svo þremur í riðlakeppni Sambansdeildarinnar.

Hann glímdi við meiðsli sem komu í veg fyrir að hann spilaði meira. Í leikjunum tíu skoraði hann tvö mörk.

Hann kom við sögu í fyrstu fimm leikjum Breiðabliks í Lengjubikarnum og skoraði tvö mörk, en hann var ekki í hópnum þegar Breiðablik lagði Þór í undanúrslitum Lengjubikarsins í gær.

   14.03.2024 23:03
Staðfestir að Kristófer sé í viðræðum við erlent félag - Risatilboð frá Kasakstan?

Athugasemdir
banner
banner
banner