Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 13:38
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið U21: Arnar gerir tvær breytingar
Willum Þór Willumsson er lykilmaður hjá U21 landsliðinu.
Willum Þór Willumsson er lykilmaður hjá U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið mætir því írska í undankeppni EM klukkan 15:00 á Víkingsvelli. Íslenska liðið er með sex stig að loknum þremur leikjum en á laugardag steinlá liðið 5-0 gegn Svíum. Liðið er væntanlega ákveðið í því að sýna í dag að sá leikur hafi verið slys!

Írska liðið er öflugt og vel spilandi. Það er ósigrað í riðlinum, er með tíu stig eftir fjóra leiki. Í síðustu viku gerði Írland markalaust jafntefli á heimavelli gegn Ítalíu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Arnar Þór Viðarsson gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Daníel Hafsteinsson og Mikael Neville Anderson fara út en sá síðarnefndi er meiddur.

Inn koma Alex Þór Hauksson og Hörður Ingi Gunnarsson.



Byrjunarlið Íslands:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Ísak Óli Ólafsson
6. Alex Þór Hauksson
9. Stefán Teitur Þórðarson
11. Jón Dagur Þorsteinsson (f)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner