Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. október 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að vera fyrsta íslenska karlaliðið í riðlakeppni
Víkingur er Íslands- og bikarmeistari.
Víkingur er Íslands- og bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingar eru tvöfaldir meistarar á Íslandi. Þeir unnu Pepsi Max-deildina undir lok síðasta mánaðar og urðu í dag Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á ÍA í úrslitaleiknum.

Sjá einnig:
Magnað afrek Víkinga - Þessi lið hafa einnig unnið tvöfalt

Pablo Punyed kom til Víkinga frá KR fyrir tímabilið og varð hann Íslandsmeistari með þriðja liðinu á Íslandi í síðasta mánuði; Stjörnunni, KR og síðast Víkingi. Pablo var lykilmaður hjá Víkingum í sumar.

Hann og Víkingar setja stefnuna hátt fyrir næsta sumar. Þeir ætla að vera fyrsta íslenska karlaliðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni.

„Við ætlum að stefna á Evrópu. Við viljum vera fyrsta liðið sem kemst í riðlakeppni. Vonandi getum við náð því. Við erum með grunninn fyrir það og hópinn fyrir það," sagði Pablo.

„Við ætlum líka að berjast um báða titlana aftur."

Kvennalið Breiðabliks varð fyrir nokkrum vikum síðan fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni. Þær eru núna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Pablo Punyed: Ég elska að vinna
Athugasemdir
banner