Marcus Rashford hefur farið mjög vel af stað hjá Barcelona þar sem hann er á láni frá Man Utd. Hann hefur lagt upp fimm mörk og skorað þrjú í tíu leikjum.
„Það gaf mér nýja orku að fara til Barcelona, nýr stíll og nýtt land til að skoða. Liðið hentar mér fullkomlega og ég get hjálpað þeim mikið. Þeetta er frábært skref og ég er bjartsýnn á framtíðina," sagði Rashford.
Rashford átti mjög erfitt uppdráttar hjá Man Utd en fór á lán til Aston Villa á síðustu leiktíð og var valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta sinn í heilt ár í mars á þessu ári.
Hann var í landsliðshópnum sem vann Wales í æfingaleik og tryggði sér sæti á HM með sigri gegn Lettlandi í undankeppninni.
„Ég trúi því að England muni sjá bestu útgáfuna af mér eftir að ég fórtil Barcelona. Það er of snemmt að segja til um það en þegar ég næ því besta út úr mér verð ég besta útgáfan af sjálfum mér," sagði Rashford.
Athugasemdir