Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júní 2022 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Víkingur rústaði Eistunum
Kristall Máni sýndi flotta takta áður en hann kom Víkingum yfir í fyrsta sinn.
Kristall Máni sýndi flotta takta áður en hann kom Víkingum yfir í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári var með puttana í öllu og skoraði sitt fyrsta keppnismark í ellefu ár.
Halldór Smári var með puttana í öllu og skoraði sitt fyrsta keppnismark í ellefu ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Levadia Tallinn 1 - 6 Víkingur R.
1-0 Zakaria Beglarishvili ('5, víti)
1-1 Kyle McLagan ('10)
1-2 Kristall Máni Ingason ('27)
1-3 Halldór Smári Sigurðsson ('45)
1-4 Nikolaj Hansen ('49)
1-5 Helgi Guðjónsson ('71)
1-6 Júlíus Magnússon ('77)


Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

Víkingur R. tók á móti Levadia Tallinn í undanriðli fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar og gjörsamlega rústaði eistnesku meisturunum eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Zakaria Beglarishvili kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Halldór Smári Sigurðsson fékk boltann í hendina. Gleði Eistanna var þó skammlíf því Víkingur tók öll völd á vellinum í kjölfarið og valtaði yfir gestina.

Eistarnir áttu eina fína marktilraun áður en Kyle McLagan jafnaði eftir aukaspyrnu frá Pablo Punyed. Kristall Máni Ingason sýndi frábæra takta og kom Víkingum síðan yfir áður en Halldór Smári tvöfaldaði forystuna rétt fyrir leikhlé. Halldór Smári virtist skora með hendinni en það er ekkert VAR á Víkingsvelli.

Nikolaj Hansen skoraði fjórða mark Víkinga í upphafi síðari hálfleiks og bættu Helgi Guðjónsson og Júlíus Magnússon tveimur mörkum við til að gera endanlega út um viðureignina.

Niðurstaðan verðskuldaður sigur Víkings sem mætir Inter Escaldes, ríkjandi meisturum í Andorru, í úrslitaleik um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar næsta föstudag.


Byrjunarlið Levadia Tallinn:
99. Karl Andre Vallner (m)
3. Milan Mitrovic
4. Maximiliano Uggé
6. Rasmus Peetson
9. Mark Oliver Roosnupp
10. Brent Lepistu
14. Ernest Agyiri
17. Robert Kirss
22. Artur Pikk
49. Zakaria Beglarishvili
70. Marko Putincanin

Byrjunarlið Víkingur R.:
0. Þórður Ingason
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed (f)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
80. Kristall Máni Ingason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner