Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars í Hveragerði.
Óli var síðast þjálfari Leiknis í Reykjavík, sem er í næst efstu deild, en var látinn fara þaðan eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Óli var síðast þjálfari Leiknis í Reykjavík, sem er í næst efstu deild, en var látinn fara þaðan eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
„Ólafur hefur áður þjálfað Leikni Reykjavík í Lengjudeildinni og á einnig að baki flottan feril sem leikmaður," segir í tilkynningu Hamars.
„Knattspyrnudeild Hamars fagnar komu Ólafs og hefur trú á því að koma hans eigi eftir að styrkja liðið í komandi baráttu í 4. deildinni."
Hamar hefur átt erfitt sumar og er á botni 4. deildar með aðeins tvö stig eftir ellefu leiki.
Athugasemdir