Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 09:39
Elvar Geir Magnússon
Mosquera hittir Arsenal í Singapúr
Cristhian Mosquera (til hægri).
Cristhian Mosquera (til hægri).
Mynd: EPA
Cristhian Mosquera er á leið með flugi til Singapúr til móts við Arsenal sem er þar í æfingaferð. Arsenal er að ganga frá kaupum á þessum miðverði frá Valencia.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Mosquera hafi fengið leyfi frá Valencia til að fljúga til móts við Arsenal liðið á meðan verið er að ganga frá formsatriðum í sölu hans.

Arsenal hafði áður gert munnlegt samkomulag við þennan 21 árs leikmann um kaup og kjör. Honum er ætlað að keppa við miðverði Arsenal, þá William Saliba og Gabriel Magalhaes, um sæti í liðinu.

Mosquera er spænskur U21 landsliðsmaður og getur einnig spilað sem hægri bakvörður. Hann hefur spilað 90 leiki fyrir Valencia.

Arsenal leikur æfingaleik gegn AC Milan í Singapúr á morgun og svo gegn Newcastle á sunnudag. Þá ferðast liðið til Hong Kong og mætir Tottenham áður en það heldur heim til London.
Athugasemdir
banner