Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eru með 480% hærri tekjur en Breiðablik
Blikar fagna marki.
Blikar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og verður það áhugavert einvígi. Blikar gera sér vonir um það að fara áfram og er ekkert ómögulegt í þessu.

Sævar Þór Sveinsson skrifar áhugaverða grein í aðdraganda leiksins á vefsíðunni Utan Vallar. Þar fjallar hann um muninn á ársreikningnum félagana.

Bendir hann á að tekjur Lech Poznan séu 480,4% hærri en tekjur Breiðabliks og eru launatekjur Lech hærri þó það megi gera ráð fyrir því að laun leikmanna félagsins séu ekki gefin upp í ársreikningi þess.

„Laun og launatengd gjöld Lech Poznan eru 13,7% hærri en laun og launatengd gjöld Breiðabliks."

„Þetta er þó ekki alveg eins einfalt. Í ársreikningi Breiðabliks er gjaldaliður sem heitir þjálfun, leikmenn og yfirstjórn. Undir þeim lið eru laun flokkuð ásamt fleiri þáttum. Einnig grunar mig að launatölur Lech Pozna? taki bara til starfsmanna félagsins. Það er gjaldaliður sem heitir us?ugi obcei sem þýðir utanaðkomandi þjónustu (e. external services) samkvæmt google translate. Kæmi mér ekki á óvart ef laun leikmanna séu undir þessum gjaldalið,"
segir í greinni sem má lesa í heild sinni hérna.

Leikur Lech og Breiðabliks hefst 18:30 og verður gaman að sjá hvort Blikarnir nái að stríða pólsku meisturunum.
Athugasemdir
banner