Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís mætt til Los Angeles
Kvenaboltinn
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hún er að hefja nýjan kafla á sínum ferli.

Sveindís samdi við Angel City í Bandaríkjunum fyrir Evrópumótið í Sviss eftir að hafa varið nokkrum árum með Wolfsburg í Þýskalandi.

Þetta var nokkuð óvænt ákvörðun hjá Sveindísi en hún gat líka farið til Manchester United á Englandi.

Sveindís er núna mætt til Bandaríkjanna og er væntanlega byrjuð að koma sér fyrir. Það styttist í að bandaríska deildin, sem er mjög sterk, fari aftur af stað eftir frí.

Angel City er sem stendur í ellefta sæti af 14 liðum.



Athugasemdir
banner