Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Kristjáns ekki með Þrótti gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Kristjánsson er, eins og Fótbolti.net greindi frá í gær, að æfa með danska liðinu Hobro þessa vikuna. Þróttarinn missir því af leik Þróttar og Grindavíkur á föstudag.

Kári verður 21 árs á fimmtudaginn, hann er á sínu fjórða heila tímabili í meistaraflokki, en sumarið 2021 lék hann fjóra leiki með Þrótti í Lengjudeildinni.

Hann átti frábært tímabil í fyrra, skoraði ellefu mörk í 21 leik og vakti athygli bæði hér heima og erlendis. Í sumar hefur hann skorað fimm mörk í 14 leikjum.

Hobro er í næst efstu deild í Danmörku, liðið endaði í áttunda sæti B-deildarinnar í fyrra. Fyrr í sumar var Hobro orðað við Oliver Heiðarsson, leikmann ÍBV.

Í leikmannahópi Hobro eru Andreas Søndergaard, sem samdi við Vestra síðasta vetur en for svo til Hobro, og Sören Andreasen sem lék með ÍBV seinni hluta sumarsins 2016.
Athugasemdir
banner