Kantmaðurinn Dan Ndoye er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Nottingham Forest og Napoli. Nú eru liðin að keppast um að ná samkomulagi við Bologna.
Forest lagði fram 30 milljón evra tilboð á dögunum og hafa Ítalíumeistararnir gert betur. Þeir bjóða í heildina 40 milljónir, en Ndoye myndi þá koma til Napoli á lánssamningi með kaupskyldu.
Napoli myndi greiða 9 milljónir fyrir lánssamninginn og 26 milljónir í viðbótar til að kaupa Ndoye. Þá eru 5 milljónir í árangurstengdar aukagreiðslur.
Ndoye skein skært með Bologna á síðustu leiktíð þar sem hann var einn af allra bestu leikmönnum liðsins og skoraði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleik ítalska bikarsins.
Ndoye er 24 ára gamall Svisslendingur, með 22 landsleiki að baki eftir að hafa verið í miklu lykilhlutverki upp yngri landsliðin.
Athugasemdir