Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Afmælisbarnið fékk reisupassann eftir hálftíma - VAR á yfirsnúningi
Ekki besti afmælisdagurinn í lífi Viktors Arnar. Hann er 31 árs í dag.
Ekki besti afmælisdagurinn í lífi Viktors Arnar. Hann er 31 árs í dag.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Fyrri hálfleik er lokið í viðureign Lech Poznan gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildarinnar og eru Blikar í afar slæmum málum.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 7 -  1 Breiðablik

Fyrsti hálftíminn var þokkalega góður þar sem Blikar lentu undir snemma leiks en tókst að jafna með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Skömmu síðar fór allt í hundana eftir brot Viktors Arnar Margeirssonar.

Hann fékk upprunalega gult spjald fyrir að stöðva hættulega sókn heimamanna í Poznan en eftir nánari athugun í VAR var litnum breytt. Viktor Örn, sem á afmæli í dag, var því rekinn af velli.

Aukaspyrnan sem Pólverjarnir fengu rataði inn á vítateiginn og var dæmd vítaspyrna eftir að Arnór Gauti Jónsson togaði í Antonio Milic. Aftur var belgíski dómarinn sendur í skjáinn til að skoða atvikið og breyta dómi sínum. Fyrst breytti hann gulu spjald í rautt og svo var dæmdi hann vítaspyrnu. Mikael Ishak skoraði örugglega af punktinum.

Tíu Blikar réðu engan veginn við Poznan þar sem Joel Pereira, Mikael Ishak og Leo Bengtsson bættu við mörkum fyrir leikhléð. Staðan er því orðin 5-1 og útlitið vonlaust fyrir Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner