Manchester United mun skilja þá Alejandro Garnacho, Antony, Jadon Sancho og Tyrell Malacia eftir heima þegar hópurinn fer í æfingaferð til Bandaríkjanna í dag.
Þetta herma heimildir ESPN.
Þetta herma heimildir ESPN.
Þessir fjórir leikmenn eru á sölulista og hafa ekki verið að æfa með aðalliðinu í sumar.
United hefur núna ákveðið að þessir fjórir leikmenn verði eftir heima. Rúben Amorim, stjóri Man Utd, hefur engan áhuga á að nota þessa leikmenn og vill ekki búa til neina truflun í æfingaferðinni.
Marcus Rashford var einnig hluti af þessum hóp en hann er farinn til Barcelona. Það eru skipti sem verða væntanlega tilkynnt fljótlega.
Athugasemdir