Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna í dag - Spánn hefur aldrei sigrað Þýskaland
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Þýskaland og Spánn eigast við í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld og mun sigurliðið spila við ríkjandi Evrópumeistara Englands í úrslitaleiknum.

England lagði Ítalíu að velli í hádramatískum leik í gær þar sem meistararnir skoruðu jöfnunarmark í lok uppbótartímans, á 96. mínútu, og sigurmark í lok framlengingar, á 119. mínútu.

Þessar tvær stórþjóðir sem mætast í kvöld áttust síðast við á Ólympíuleikunum í Frakklandi í fyrra, þar sem Þýskaland hafði betur í bronsleiknum.

Þýskaland sigraði einnig innbyrðisviðureign liðanna á síðasta Evrópumóti þegar þjóðirnar áttust við í riðlakeppninni. Þær þýsku fóru alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar gegn Englandi.

Þegar farið er lengra aftur í tímann þá kemur í ljós að Spánverjum hefur aldrei tekist að sigra gegn Þýskalandi í sögu þjóðanna.

Spánn er með eitt af sterkustu landsliðum heims um þessar mundir og er ríkjandi heimsmeistari.

Leikur kvöldsins
19:00 Þýskaland - Spánn
Athugasemdir
banner
banner