Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Þurfa að losna við leikmenn til að skrá Rashford
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eins og greint hefur verið frá víða er Marcus Rashford á leiðinni til Spánarmeistara FC Barcelona á lánssamningi.

Rashford þarf að leggja mikla vinnu á sig til að komast inn í byrjunarliðið hjá Hansi Flick enda er mikil samkeppni um byrjunarliðssæti í liðinu og þá sérstaklega á kötnunum. Þar eru Lamine Yamal og Raphinha, sem eru tveir af gæðamestu fótboltamönnum heims um þessar mundir, með fast sæti í byrjunarliðinu.

Rashford þiggur verulega há laun hjá Barcelona, 15% lægri heldur en hann gerði í Manchester, og eru spænsku risarnir í vandræðum með að skrá hann í leikmannahópinn sinn fyrir komandi leiktíð í La Liga.

Það er launaþak í deildinni og eins og staðan er núna getur Barcelona ekki bætt Rashford við leikmannahópinn án þess að fara yfir þakið. Félagið þarf því að selja leikmenn eða lána út til að skapa pláss fyrir Rashford.

Nokkrir leikmenn Barca gætu verið á förum í sumar. Félagið er að reyna að losna við Marc-André ter Stegen, Andreas Christensen, og Oriol Romeu meðal annars.

Fyrsti leikur Barcelona á nýju keppnistímabili í La Liga fer fram í Mallorca 16. ágúst. Félagið hefur því tæpan mánuð til að finna lausnir og skrá Rashford til leiks.
Athugasemdir
banner