Chelsea hefur ákveðið að senda vinstri bakvörðinn Caleb Wiley aftur til Watford á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
Wiley er 20 ára Bandaríkjamaður og var lánaður til Strasbourg, systurfélags Chelsea, í fyrra.
Hann náði ekki að komast í byrjunarliðið á meiðslahrjáðum tíma í Strasbourg svo hann var sendur aftur heim til Chelsea í vetrarglugganum. Hann stoppaði stutt í London því hann var sendur til Watford á lánssamningi skömmu síðar.
Hann var ekki lengi að festa sig í sessi í byrjunarliðinu hjá Watford og getur búist við að spila mikilvæga rullu á komandi tímabili í Championship deildinni.
Chelsea keypti Wiley, sem á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Bandaríkin, á 8,5 milljónir punda í fyrrasumar. Hann er uppalinn hjá Atlanta United.
No more "Announce Wiley" tweets pic.twitter.com/XslFh8fS07
— Watford Football Club (@WatfordFC) July 22, 2025
Athugasemdir