Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Óvænt tap hjá De Bruyne og félögum
Mynd: Napoli
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram hjá stórliðum úr evrópska boltanum í dag þar sem Kevin De Bruyne var í byrjunarliði Ítalíumeistara Napoli sem töpuðu óvænt gegn C-deildarliði Arezzo.

Napoli mætti til leiks með sterkt byrjunarlið en það dugði ekki til gegn Arezzo.

Nýju leikmennirnir Lorenzo Lucca, Noa Lang og Luca Marianucci voru í byrjunarliðinu ásamt Zambo Anguissa og Giovanni Di Lorenzo en þeim tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Þetta var fyrsti opinberi æfingaleikur Napoli á undirbúningstímabilinu en liðið á framundan leiki við Catanzaro, Brest, Girona og Olympiakos áður en nýtt deildartímabil hefst.

Nico Williams var þá meðal byrjunarliðsmanna hjá Athletic Bilbao sem tapaði æfingaleik gegn Alavés. Mamadou Diallo Selu kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði eina mark leiksins stuttu eftir innkomuna af bekknum.

Villarreal gerði þá jafntefli við svissneska félagið St. Gallen á meðan Blackburn rúllaði yfir Qatar SC. Japaninn Yuki Ohashi var atkvæðamestur í sigri Blackburn með tvennu.

Celta Vigo sigraði að lokum æfingaleik gegn Nacional frá Portúgal á meðan Strasbourg, systurfélag Chelsea, hafði betur gegn Nancy.

Napoli 0 - 2 Arezzo

Alaves 1 - 0 Athletic Bilbao

St. Gallen 2 - 2 Villarreal

Qatar SC 1 - 5 Blackburn

Nancy 1 - 2 Strasbourg

Celta Vigo 2 - 0 Nacional

Athugasemdir
banner
banner