Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Önnur stór mistök hjá Juventus?
Samuel Mbangula.
Samuel Mbangula.
Mynd: EPA
Juventus er að selja kantmanninn efnilega Samuel Mbangula til Werder Bremen fyrir um 10 milljónir evra.

Stuðningsmenn Juventus eru ekki sáttir og spyrja hvort að þetta séu önnur stór mistök sem félagið er að gera.

Juventus hefur á síðustu árum selt efnilega leikmenn fyrir lítinn pening og hafa þeir svo farið annað og blómstrað. Besta dæmið um þetta er Dean Huijsen sem var í sumar seldur til Real Madrid og er líklega efnilegasti varnarmaður í heimi.

Annað dæmi er miðjumaðurinn Nicolo Fagioli sem hefur verið að gera það gott hjá Fiorentina.

Mbangula þykir spennandi leikmaður en Juventus hefur núna ákveðið að selja hann sem hræðir stuðningsmenn félagsins.
Athugasemdir