Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reyna nær samkomulagi við Parma
Mynd: EPA
Giovanni Reyna, leikmaður Dortmund, hefur náð samkomulagi við Parma um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Félögin eru í viðræðum og samkomulag er nánast í höfn.

Reyna er 22 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann þótti gríðarlega efnilegur en hefur átt erfitt með að festa sig í sessi.

Hann gekk ungur að árum til Dortmund frá New York City FC en hann hefur ekki komist á flug. Hann var á láni hjá Nottingham Forest seinni hluta síðustu leiktíðar og kom við sögu í níu leikjum í úrvalsdeildinni.

Parma var nýliði í efstu deild á Ítalíu á síðustu leiktíð og hafnaði í 16. sæti.
Athugasemdir
banner