Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético vann kappið við Milan og Wolves (Staðfest)
Pubill í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París í fyrra.
Pubill í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París í fyrra.
Mynd: EPA
Spænska félagið Atlético Madrid hefur unnið kapphlaupið um varnarmanninn Marc Pubill.

Hann kemur til félagsins fyrir 20 milljónir evra. Hann kemur úr röðum Almería sem heldur einnig 15% af endursöluvirði leikmannsins.

Atlético fór leynt með áhuga sinn á Pubill á meðan AC Milan og Wolves voru bæði sterklega orðuð við hann, en leikmaðurinn endaði á að semja við spænska stórveldið.

Pubill er 22 ára hægri bakvörður sem var einnig orðaður við Barcelona fyrr í sumar. Hann á 15 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og var partur af U23 liðinu sem vann Ólympíuleikana í fyrra.

Pubill mun berjast við Nahuel Molina um sæti í byrjunarliðinu undir stjórn DIego Simeone.


Athugasemdir
banner
banner