Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roma borgar 25 milljónir fyrir El Aynaoui (Staðfest)
Mynd: EPA
Ítalska félagið AS Roma er að landa mörgum leikmönnum á næstu dögum en marokkóski miðjumaðurinn Neil El Aynaoui er fyrstur inn í sumar.

Rómverjar borga 25 milljónir evra til að kaupa El Aynaoui úr röðum Lens. Hann er fenginn til að fylla í skarðið sem Leandro Paredes skilur eftir sig á miðjusvæðinu.

Aynaoui er 24 ára gamall og var lykilmaður í liði Lens á síðustu leiktíð. Þar tókst honum að skora 8 mörk í 23 deildarleikjum sem kemur á óvart því hann er varnarsinnaður leikmaður sem sinnti afar mikilvægu hlutverki á miðjunni í 3-4-3 leikkerfi.

El Aynaoui er sonur fyrrum tennisstjörnunnar Younes El Aynaoui, sem vann ATP Tour fimm sinnum.

Gian Piero Gasperini var ráðinn sem þjálfari Roma fyrr í sumar og er El Aynaoui fyrsti nýi leikmaðurinn sem hann fær í sínar raðir.

Roma endaði í fimmta sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því í Evrópudeildinni í haust.
Athugasemdir
banner
banner