Ingimar Torbjörnsson Stöle átti frábæran leik þegar KA vann ÍA í botnbaráttuslag um helgina.
Hann lagði upp fyrra mark liðsins á Jóan Símun Edmundsson í 2-0 sigri eftir frábæra sókn.
Hann lagði upp fyrra mark liðsins á Jóan Símun Edmundsson í 2-0 sigri eftir frábæra sókn.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 ÍA
Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum, gegn KR, FH og ÍA. Hann lagði einnig upp mark í 2-1 sigrinum gegn KR.
„Rosalega ánægður með hann. Þegar hann var ekki að spila var hann alltaf á fullu á æfingum og lagði sig fram. Það er það sem þú átt að gera þegar þú ert ekki í liðinu. Þú átt að leggja þig fram og bíða eftir tækifærinu og taka það þegar það gefst, hann er svo sannarlega búinn að gera það," sagði Haddi eftir leikinn gegn ÍA.
Athugasemdir