Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi ánægður með Ingimar - „Svo sannarlega búinn að nýta tækifærið"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ingimar Torbjörnsson Stöle átti frábæran leik þegar KA vann ÍA í botnbaráttuslag um helgina.

Hann lagði upp fyrra mark liðsins á Jóan Símun Edmundsson í 2-0 sigri eftir frábæra sókn.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 ÍA

Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum, gegn KR, FH og ÍA. Hann lagði einnig upp mark í 2-1 sigrinum gegn KR.

„Rosalega ánægður með hann. Þegar hann var ekki að spila var hann alltaf á fullu á æfingum og lagði sig fram. Það er það sem þú átt að gera þegar þú ert ekki í liðinu. Þú átt að leggja þig fram og bíða eftir tækifærinu og taka það þegar það gefst, hann er svo sannarlega búinn að gera það," sagði Haddi eftir leikinn gegn ÍA.
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Athugasemdir
banner
banner