Síðustu fjórum leikjum kvöldsins er lokið í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður í tapi Panathinaikos.
Gríska stórveldið heimsótti Rangers í kvöld og var staðan markalaus í leikhlé. Skotarnir tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks og misstu Grikkirnir svo leikmann af velli með rautt spjald.
Tíu leikmenn Panathinaikos töpuðu að lokum 2-0 og þurfa því góðan sigur í seinni leiknum til að vera ekki slegnir úr keppni.
Slovan Bratislava og Shkendija unnu einnig á heimavelli á meðan Rijeka gerði jafntefli.
Shkendija 1 - 0 Steaua Bucharest
1-0 Adamu Alhassan ('65 )
Rautt spjald: Kamer Qaka, Shkendija ('70)
Rautt spjald: Florin Tanase, Steaua ('79)
Slovan Bratislava 4 - 0 Zrinjski
1-0 Tigran Barseghyan ('40 )
2-0 David Strelec ('42 )
3-0 Marko Tolic ('62 )
4-0 Mykola Kukharevych ('90 )
Rangers 2 - 0 Panathinaikos
1-0 Findlay Curtis ('52 )
2-0 Djeidi Gassama ('78 )
Rautt spjald: Georgios Vagiannidis, Panathinaikos ('58)
Rijeka 0 - 0 Ludogorets
Athugasemdir