Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn eitt meistaraverkið hjá Slot
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: EPA
Stjórinn Arne Slot virðist vera býsna góður í því að selja leikmönnum hugmyndina um Liverpool.

Það hefur verið fjallað um það að Slot hafi sannfært Florian Wirtz að velja Englandsmeistarana fram yfir félög á borð við Bayern München, Real Madrid og Manchester City.

Wirtz ákvað að velja Liverpool og það sama á við um franska framherjann Hugo Ekitike sem var eftirsóttur. Ekitike flýgur til Liverpool í dag þar sem hann skrifar undir samning við félagið.

Samkvæmt ESPN var ekki aftur snúið eftir að Slot fundaði með Ekitike.

„Frá því að hann ræddi við Arne Slot, stjóra Liverpool, um hugmyndir sínar fyrir komandi tímabil var franski sóknarmaðurinn algjörlega sannfærður um að fara á Anfield," segir í grein ESPN.

Ekitike, sem er bara 23 ára, hefur öll hráefnin í sínum leik til að verða einn besti sóknarmaður Evrópu.

Fyrir stuttu var búist við því að leikmaðurinn myndi fara til Newcastle. Svo setti Liverpool meiri kraft í að landa honum og Slot fundaði svo með honum í gegnum Zoom þar sem hann sagði honum frá sínum hugmyndum og áherslum. Eftir það sá Ekitike sig sjálfan sem fullkominn kost fyrir það sem Slot hafði talað um.

„Heimildir ESPN herma að það hafi verið meistaraverk hjá Slot að sannfæra leikmanninn um að forgangsraða skiptum til Liverpool þrátt fyrir áhuga annars staðar frá," segir í greininni.
Athugasemdir
banner