
„Gleðifréttir fyrir okkur ÍR-inga. Frábær leikmaður og skemmtilegur karakter. ÍR-ingur í húð og hár," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, um Reynir Haraldsson sem gekk til liðs við félagið í dag frá Fjölni.
Reynir er uppalinn ÍR-ingur en fór þaðan til Fjölnis árið 2022. ÍR reyndi að fá hann aftur fyrir tímabilið.
„Það var pælingin en það gekk ekki upp þá. Þegar þetta var möguleiki núna og ákváðum við að kýla á þetta."
Jói segir að það sé mjög sterkt að fá inn uppalinn ÍR-ing. Reynir skartar ÍR húðflúri.
„Já klárlega. Þetta er ÍR-ingur og stór karakter og svo nátturulega góður í fótbolta. Þeir verða að vera í ÍR sem eru með ÍR tattú," sagði Jói léttur.
Athugasemdir