Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 08:25
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - KA heimsækir Silkeborg í beinni á Livey
Mynd: Livey
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það eru áhugaverðir slagir í forkeppni Evrópukeppna í dag og í kvöld þar sem KA mætir til leiks í Sambandsdeildinni.

Akureyringar eiga erfiðan leik fyrir höndum gegn danska félaginu Silkeborg.

KA hefur ekki verið að eiga gott tímabil í Bestu deildinni og er í fallbaráttu þar, en Silkeborg byrjaði nýtt tímabil í efstu deild danska boltans á 3-0 tapi gegn Bröndby.

Leikurinn hefst 17:00 og verður sýndur beint á Livey - Kóðinn fotbolti.net gefur 30% afslátt af fyrsta mánuði.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í liði Brann mæta einnig til leiks í dag en þeir spila afar erfiðan leik við austurríska félagið RB Salzburg. Liðin eigast við í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Shelbourne spilar þá við Qarabag í Meistaradeildinni á meðan lið á borð við Hajduk Split og Olimpija Ljubljana eiga leiki í Sambandsdeildinni.

Meistaradeildin
17:00 Brann - Salzburg
18:45 Shelbourne - Qarabag

Sambandsdeildin
15:30 Zira - Hajduk Split
16:30 Levadia T - Iberia 1999
17:00 Silkeborg - KA
18:00 Olimpija - Inter Escaldes
18:00 TNS - Differdange
19:00 Buducnost - Milsami
Athugasemdir
banner
banner