England 2 - 1 Ítalía
0-1 Barbara Bonansea ('34)
1-1 Michelle Agyemang ('96)
1-1 Chloe Kelly, misnotað víti ('119)
2-1 Chloe Kelly ('119)
0-1 Barbara Bonansea ('34)
1-1 Michelle Agyemang ('96)
1-1 Chloe Kelly, misnotað víti ('119)
2-1 Chloe Kelly ('119)
Ríkjandi Evrópumeistarar Englands eru komnar í úrslitaleik Evrópumótsins eftir dramatískan undanúrslitaleik gegn Ítalíu.
Barbara Bonansea tók forystuna fyrir Ítalíu í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik og héldu þær ítölsku forystunni allt þar til á lokamínútunum.
Þær ensku færðu sig sífellt ofar á völlinn í síðari hálfleik og á lokakaflanum átti ítalska liðið í miklum erfiðleikum með að komast af eigin vallarhelmingi.
Sarina Wiegman skipti Michelle Agyemang, Beth Mead og Chloe Kelly meðal annars inn í síðari hálfleiknum og átti Agyemang eftir að skipta sköpum. Þessi bráðefnilegi framherji skapaði alskyns vandræði fyrir ítölsku vörnina og skoraði svo jöfnunarmarkið seint í uppbótartíma, á 96. mínútu, eftir vandræðagang í þreyttri ítalskri vörn.
Í framlengingunni var allt í járnum en þær ensku fengu bestu færin. Agyemang átti magnaðan sprett og frábæra vippu sem endaði í slánni áður en afar umdeild vítaspyrna var dæmd.
Emma Severini var að berjast við sóknarmann Englendinga innan vítateigs og þær ríghéldu í hvor aðra, sem endaði með að sú enska datt í jörðina. Króatíski dómarinn dæmdi vítaspyrnu og var dóminum ekki breytt í VAR-herberginu.
Chloe Kelly steig á vítapunktinn en lét verja frá sér. Hún var þó fyrst að boltanum og fylgdi eftir með marki á 119. mínútu.
Það var ekki nægur tími eftir fyrir Ítali til að leita að jöfnunarmarki svo lokatölur urðu 2-1 fyrir England.
Englendingar spila annað hvort við Spán eða Þýskaland í úrslitaleiknum.
Hetjuleg barátta hjá Ítölum sem klúðruðu þessu með reynsluleysi á lokamínútunum í venjulegum leiktíma.
Athugasemdir