Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gáfust upp og seldu Keylor Navas
Mynd: EPA
Reynsluboltinn Keylor Navas hefur fært sig um set en hann er genginn til liðs við Pumas í Mexíkó frá Newell's Old Boys í Argentínu.

Navas var mjög spenntur fyrir þessum skiptum en félögin voru í viðræðum í dágóðan tíma áður en Navas ýtti á argentíska félagið að samþykkja tilboð.

Kaupverðið var að lokum um 2 milljónir dollara.

„Keylor Navas er ekki lengur hluti af hópnum en hann er farinn til Pumas í Mexíkó. Þessi ákvörðun var til að forgangsraða rétt. Skuldbinding, fagmennska og virðing fyrir gildum félagsins eru áfram meginstoðirnar. Við trúum staðfastlega að til að ná markmiðum okkar sé nauðsynlegt að hver meðlimur félagsins stefni í sömu átt og forgangsraða alltaf liðinu framar einstaklingnum," segir í yfirlýsingu frá Newell's Old Boys.

Navas er 38 ára gamall markvörður frá Kosta Ríka. Hann er fyrrum leikmaður félaga á borð við Real Madrid, PSG og Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner