Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   sun 24. september 2023 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea er tilbúið til að kaupa Toney
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Chelsea hefur verið í vandræðum með að skora mörk á upphafi tímabils þrátt fyrir fína frammistöðu og mikið af marktækifærum.


Liðið er aðeins komið með fimm stig eftir sex umferðir þar sem framherji liðsins Nicolas Jackson er ekki búinn að skora nema eitt mark. Jackson er duglegri að safna spjöldum heldur en að skora mörk og er búinn að krækja sér í fimm gul spjöld í sex úrvalsdeildarleikjum og er því í sjálfkrafa leikbanni í næsta leik.

Mauricio Pochettino er sagður heimta framherja til að fullkomna liðið sitt en Christopher Nkunku hefur verið frá vegna meiðsla líkt og Armando Broja.

Pochettino vill því fá Ivan Toney til félagsins frá Brentford, en framherjinn hefur verið gríðarlega öflugur undir stjórn Thomas Frank. Toney er í leikbanni þar til í janúar vegna brots á veðmálareglum, en Brentford er sagt vera reiðubúið til að selja hann fyrir 60 milljónir punda.

Goal heldur því fram að Chelsea sé tilbúið til að bjóða 60 milljónir punda fyrir Toney í janúar.

Toney er 27 ára gamall og hefur skorað 32 mörk í 66 úrvalsdeildarleikjum með Brentford, auk þess að gefa 9 stoðsendingar.

Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford sagði í viðtali á dögunum að Toney væri falur fyrir rétt verð. Hann ýjaði að því að framherjinn gæti kostað yfir 100 milljónir punda, þó að fjölmiðlar á Englandi telji 60 milljónir vera raunhæfari upphæð.

Toney rennur út á samningi hjá Brentford sumarið 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner